17 skip á valdi sjóræningja

Sjóræningjar um borð í úkraínska flutningaskipinu MV Faian á Aden …
Sjóræningjar um borð í úkraínska flutningaskipinu MV Faian á Aden flóa ásamt áhöfn, sem þeir halda í gíslingu. Meðal varnings eru vopn. AP

Sjóræningjar úti fyrir Sómalíu rændu tveimur jemenskum fiskiskipum á Aden flóa í gær. Sjö skipverjum tókst að flýja skipin á litlum báti en þeir tilkynntu strandgæslu og lögreglu um ránið.

Skipið var á leið frá höfn í Jemen við Aden flóa þegar árásin átti sér stað. Ráðstefna stendur nú yfir í Naíróbí í Kenía þar sem sjórán sómalskra ræningja eru til umræðu.

Talið er að sjóræningjar séu með að minnsta kosti 17 skip á sínu valdi nú um stundir. Meðal varnings sem er í haldi þeirra eru vopn sem voru á leið til Úkraínu og tvær milljónir tunna af olíu.

Eitt af hverjum þremur sjóránum í heiminum er framið við austurströnd Afríku og á Aden flóa. Mörg stórfyrirtæki sem flytja varning á fyrrnefndri sjóleið hafa krafist þess öryggi verði aukið en rán hafa verið óvenjutíð á þessu svæði undanfarna mánuði. Erfiðlega hefur gengið að tryggja öryggi en vonir standa til þess að alþjóðlegar gæslusveitir gæti aðstoðað yfirvöld í Afríku við gæslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert