62 handteknir í Kaupmannahöfn

Frá mótmælunum í Grikklandi
Frá mótmælunum í Grikklandi OLEG POPOV

Um 200 manns tóku þátt í mótmælum í Kaupmannahöfn í kvöld. Mótmælin voru í samúðarskyni við mótmælendur í Grikklandi og voru 62 handteknir eftir að til átaka kom við lögreglu, þetta kemur fram á vef Politiken.


Mótmælendur stefndu á gríska sendiráðið en voru stöðvaðir af lögreglu áður en þeir komust þangað vegna þess að ekki hafði verið tilkynnt um mótmælin. Fyrst voru 32 handteknir á Nýja torgi fyrir óeirðir og svo voru 21 handteknir eftir að til átaka kom við lögreglu á Ráðhústorginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert