Gamalt vopnasafn finnst í Grikklandi

Mynd frá fundarstaðnum.
Mynd frá fundarstaðnum.

Yfirvöld í Grikklandi hafa skýrt frá því að fundist hafi safn af um 4.500 ára gömlum vopnum úr kopar á norðurströnd landsins og sé fundurinn hinn stærsti af þessu tagi í sögu landsins.

Menntamálaráðuneyti landsins segir að safnið hafi að geyma að minnsta kosti 110 axir og hamarshausa en ætla megi að fleiri gripir muni nást úr samanþjöppuðum ryðhaugnum. Ráðuneytið telur líklegast að vopnin hafi verið grafin þarna á ófriðartíma eða í stríði. Safnið hafi getað verið auðstákn á sínum tíma.

Í tilkynningu ráðuneytisins segir að ekki séu nein merki um skipstrand. Fundarstaðurinn hafi sennilega verið ofar á ströndinni en síðan flætt yfir hann með tímanum eftir því sem yfirborð sjávar hækkaði.

Gripirnir fundust nálægt bænum Mesi, um 800 km. norðaustur af Aþenu þar sem þeir lágu um þrjá metra í jörðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert