Götubardagar boðaðir í Aþenu

00:00
00:00

Til­tölu­lega ró­legt hef­ur verið í Aþenu í dag svo marg­ir borg­ar­bú­ar gátu nú snúið aft­ur til vinnu í fyrsta skipti í marga daga. Mót­mæl­end­ur hafa hins­veg­ar varað við því að þeir séu að búa sig und­ir götu­bar­daga eft­ir myrk­ur í kvöld.

Lög­regl­an í Aþenu seg­ist fyrst hafa náð þokka­legri stjórn á aðstæðum í dag síðan upp úr sauð um helg­ina, þegar ung­lings­pilt­ur lést eft­ir voðaskot lög­reglu­manns. Óeirðirn­ar snér­ust fljótt upp í alls­herj­ar­út­rás á gremju og reiði vegna efna­hags­ástands­ins í Grikklandi og krefjast sum­ir þess að kosn­ing­um verði flýtt þar í landi.

Hundruð nem­enda hafa þó neitað að snúa aft­ur í skóla og fjöl­marg­ir þeirra mót­mæltu í dag við lög­reglu­stöðvar í sín­um hverf­um. Þá stóðu ýmis stúd­enta­fé­lög fyr­ir setu­verk­föll­um á 10 stór­um um­ferðargöt­um í Aþenu og í 120 gagn­fræðaskól­um og 15 há­skól­um vítt og breitt um landið. 

Talið er að stúd­ent­ar skipu­leggi nú mót­mæli í miðborg Aþenu á morg­un, en sam­tök stúd­ent í ólík­um skól­um funduðu í dag til að ákv­arða aðgerðir næstu daga. Í dag hindruðu an­arkist­ar borg­ar­starfs­menn í að hreinsa brunn­in bíl­hræ af göt­un­um og gáfu út að þau yrðu notuð sem vegatálm­ar í götu­bar­dög­um í nótt.

Lög­reglu­menn­irn­ir tveir sem voru viðráðnir skot­hríðina eru nú í haldi og hafa verið kærðir. Fyrstu rann­sókn­ir á byssu­kúl­unni sem fjar­lægð var úr líki pilts­ins þótti benda til þess að kúl­an hefði hitt hann eft­ir end­urkast. Frek­ari rann­sókn­ir benda þó til þess að það sé ekki rétt og ótt­ast yf­ir­völd að það verði olía á eld óeirðina ef end­ur­varps­kenn­ing­in verður úti­lokuð.

Miðborg Aþenu er víða illa útleikin eftir óeirðir síðustu daga
Miðborg Aþenu er víða illa út­leik­in eft­ir óeirðir síðustu daga Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert