Grófur barnaklámhringur upprættur

Tuttugu og tveir karlmenn, þeirra á meðal lögmaður, lögreglumaður og leikskólakennari, hafa verið handteknir í Ástralíu, vegna gruns um aðild að barnaklámhring. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Rannsókn málsins náði til um 70 landa og eru 200 einstaklingar taldir tengjast því.  Efnið sem dreift var innan hringsins er sagt með því grófasta sem sést hefur. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Mun hringurinn hafa starfað þannig að meðlimir hans skiptust á barnaklámefni um póstforrit á netinu.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu er ekki er vitað til þess að hringurinn hafi teygt arma sína hingað til lands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert