Fjöldi þróunarlanda hafa ýkt tölur um hversu mörgu börn fengu bólusetningu gegn banvænum sjúklingum í því skyni að fá meira fjármagn frá verkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem segir jafnframt að aðeins helmingur þeirra barna sem talin voru til hafi raunverulega verið bólusett.
Niðurstöðurnar, sem birtast í læknaritinu The Lancet, þykja vekja alvarlegar spurningar um gildi bólusetningarverkefna og hvort þær fjárveitingar sem eyrnamerktar eru börnum nái í raun til þeirra.
„Í ljósi þeirra fordæmalausu milljarða sem gefnir hafa verið af alþjóðasamfélaginu er engin afsökun fyrir því hve verkefnin ná til fárra,“ hefur AP fréttaveitan eftir Philip Stevens, hjá breska hugmyndabankanum International Policy Network, í London. „Maður getur ekki annað en velt fyrir sér hvar þessir peningar hafa endað - vonandi ekki á Svissneskum bankareikningum.“
Bandarískir vísindamenn sem leiddu rannsóknina greindu þau gögn sem þróunarlöndin sendu Sameinuðu þjóðunum um fjölda bólusettra barna. Þeir báru svo þær tölur saman við niðurstöður sjálfstæðra rannsókna sem framkvæmdar voru af rannsakendum óháðum viðkomandi ríkisstjórnum.
Á tímabilinu frá 1986 - 2006 töldu Sameinuðu þjóðirnar að um 14 milljón börn hefðu verið bólusett í gegnum þau verkefni sem beinast sérstaklega gegn fátækustu löndunum. Niðurstöðu rannsóknarinnar nú benda hinsvegar til að þær hafi einungis náð til um 7 milljóna barna.
„Þetta gapandi mismunur kemur okkur mjög á óvart,“ segir Christopher Murray, sem leiddi rannsóknina við háskólann í Washington. Hann telur nú að um helmingur landanna 51 sem taki þátt í verkefninu ýki tölur um hversu mörg börn hljóta vernd gegn sjúkdómunum barnaveiki, stífkramba og kíghósta.
Sum lönd, svo sem Líbería, Pakistan og Sambía gáfu upp tölur sem voru allt að fjórum sinnum hærri en þær sem hin bandaríska rannsókn sýndi. Sumir sérfræðingar telja að niðurstöðurnar séu hluti af stærri vanda þróunarríkja sem ýki allar tölur til að ná í hærri fjárstyrki. Aðrir óttast að rannsóknin geri of mikið úr vandanum og bólusetningarverkefni muni líða fyrir hana að ósekju.