Menntamálaráðherra Finnlands segir af sér

Sari Sakomaa, menntamálaráðherra Finnlands.
Sari Sakomaa, menntamálaráðherra Finnlands.

Sari Sarkomaa, menntamálaráðherra Finnlands tilkynnti í dag afsögn sína. Hún segist láta af embætti þegar arftakinn hefur verið fundinn.

Sari Sarkomaa, sem nú er 43 ára, hefur setið á finnska þinginu frá árinu 1999. Hún tók við embætti menntamálaráðherra þegar ríkisstjórn Matti Vanhanen tók við völdum í apríl í fyrra.

Sarkomaa segist vilja verja meiri tíma með fjölskyldu sinni en hún er gift og á þrjú börn undir 10 ára aldri.

Jyrki Katainen, formaður íhaldsflokksins, sagðist í dag hafa fullan skilning á ákvörðun Sarkomaa. Búist er við að tilkynnt verði um eftirmann Sarkomaa í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert