Obama velur vísindamann í ráðherraembætti

Barack Obama mun útnefna vísindamanninn Steven Chu  í embætti orkumálaráðherra, að sögn bandarískra fjölmiðla. Chu er sérfræðingur í orkumálum og yfirmaður  Lawrence Berkeley rannsóknarstofunnar. Hann fékk m.a. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1997 ásamt fleirum fyrir rannsóknir á atómum og hefur rannsakað leiðir til að berjast gegn hlýnun jarðar með vísindalegum aðferðum.

Þá mun  Obama útnefna Lisu Jackson í embætti yfirmanns bandarísku umhverfisstofnunarinnar og Carol Browner, sem var yfirmaður stofnunarinnar á forsetatíð Bills Clintons, mun samræma stefnu forsetaembættisins í orku- umhverfis- og loftslagsmálum.

Obama hefur sagt, að hann muni leggja mikla áherslu á að berjast gegn loftslagsbreytingum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert