Áróðurinn minnkar ekki

Retuers

Hagsmunasamtök breskra skattgreiðenda hafa gert athugasemd við það að ekki skuli hafa verið dregið úr kostnaði við auglýsingar og áróður þeirra sveitarfélaga sem urðu fyrir mestum áhrifum vegna hruns íslensku bankanna. Þetta kemur fram á vefnum Harrow Times.Í skýrslu samtakanna kemur m.a. fram að sveitarfélagið Brent hafi varið 68% meira fjármagni til upplýsingarmála og auglýsinga á árunum 2007-2008 en á árunum þar á undan. Nálgast nú kostnaður sveitafélagsins tvær milljónir punda vegna kynningarstarfa og áróðurs.

„Það veldur mjög miklum vonbrigðum að þrátt fyrir efnahagsþrenginga og það milljónatap sem hrekja má til hruns íslensku bankanna, skuli sveitastjórnaryfirvöld enn verða hálfum milljarði punda í að auglýsa sig,” segir Matthew Elliott, framkvæmdastjóri samtakanna.

„Á sama tíma og við fögnum því að 217 sveitastjórnir hafi dregið úr kostnaði við auglýsingar finnst okkur forsvarsmenn þeirra 225 sveitastjórnir sem hafa aukið útgjöld til áróðurs eiga að hneigja höfuð sín í skömm. Í miðri kreppu, þurfa sveitastjórnir að draga úr auglýsingum og áróðri og spara fyrir hönd skattgreiðenda.”
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka