Rúmlega 170 manns hafa nú verið handteknir víða um heim í tengslum við upprætingu alþjóðlegs barnaklámhrings. Þá hefur ellefu stúlkum, á aldrinum 3 til 13 ára, verið bjargað úr höndum barnaníðinga í Bandaríkjunum og nokkrum til viðbótar í Evrópu, m.a. í Úkraínu. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.
Samkvæmt upplýsingum yfirvalda í Ástralíu, þar sem fyrstu handtökur vegna málsins fóru fram er um hrottalegasta kynferðisofbeldi gagnvart börnum að ræða sem yfirvöld þar í landi hafa fengið upplýsingar um. Mun rannsóknin hafa hafist er upp komst um myndasendingará netinu þar sem sjá mátti belgískan mann beita þrjár dætur sínar kynferðislegu ofbeldi.