Rússneskir stjórnarandstæðingar með Garrí Kasparov í broddi fylkingar hafa stofnað samtök, sem þeir nefna Solidarnost, eða Samstöðu. Þetta er sama nafn og pólska verkalýðfélagið, sem beitti sér gegn kommúnistastjórninni þar í landi, bar á níunda áratug síðustu aldar.
Ákvörðun um stofnun samtakanna var tekin á um 100 manna fundi á hóteli í úthverfi Moskvu í dag og er markmiðið að fella stjórn Vladímírs Pútíns, forsætisráðherra.
„Það er ekki hægt að koma á umbótum í þessari stjórn. Fyrsta markmið okkar er að koma stjórn Pútíns frá. Það er eina leiðin til að koma á ný á frelsi og heilbrigðri stjórnmálastarfi á í þessu landi," sagði Kasparov.