Kasparov stofnar Samstöðu

Garrí Kasparov.
Garrí Kasparov. Reuters

Rúss­nesk­ir stjórn­ar­and­stæðing­ar með Garrí Kasparov í broddi fylk­ing­ar hafa stofnað sam­tök, sem þeir nefna Soli­darnost, eða Sam­stöðu. Þetta er sama nafn og pólska verka­lýðfé­lagið, sem beitti sér gegn komm­ún­ista­stjórn­inni þar í landi, bar á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar.

Ákvörðun um stofn­un sam­tak­anna var tek­in á um 100 manna fundi á hót­eli í út­hverfi Moskvu í dag og er mark­miðið að fella stjórn Vla­dímírs Pútíns, for­sæt­is­ráðherra.

„Það er ekki hægt að koma á um­bót­um í þess­ari stjórn. Fyrsta mark­mið okk­ar er að koma stjórn Pútíns frá. Það er eina leiðin til að koma á ný á frelsi og heil­brigðri stjórn­mála­starfi á í þessu landi," sagði Kasparov.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert