Livni reitir ísraelska araba til reiði

Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn …
Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn er hún reyndi það í haust. Reuters

Ummæli Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels og formanns Kadima flokksins, um ísraelska araba hafa valdið mikilli reiði araba með ísraelskan ríkisborgararétt. Sagði Livni að stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna, myndi leysa „þjóðlegan” vanda ísraelskra araba. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.  

Hafa leiðtogar ísraelskra araba krafist þess að hún skýri ummælin og svari því hvort hún hafi verið að gefa í skyn að ísraelskir arabar munu missa ríkisborgararétt sinn í Ísrael eða jafnvel verða hraktir úr landi í kjölfar stofnunar sjálfstæðs ríkis Palestínumenna.  

Livni þykir ekki hafa svarað þessu en í gær sagði hún: „Þetta er ekki spurning um brottvísanir eða neyðarflutninga. Ég er tilbúin til að láta eftir hluta þess lands sem ég tel okkur eiga tilkall til, til þess að Ísrael geti áfram verið ríki  gyðinga og lýðræðisríki þar sem allir þegnar hafa, jafnan rétt án tillits til trúarbragða.”  

Þjóðerni og hollusta eru viðkvæm mál meðal ísraelskra araba og ísraelskir harðlínumenn hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum af vaxandi hlutfalli þeirra meðal ísraelsku þjóðarinnar sem m.a. má rekja til hárrar fæðingartíðni meðal þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert