Castro heimsækir Venesúela

Raúl Castro og Hugo Chavez, þegar sá síðarnefndi kom til …
Raúl Castro og Hugo Chavez, þegar sá síðarnefndi kom til Havana á afmæli Fidels Castro árið 2006. AP

Raúl Castro, forseti Kúbu, er í Venesúela í fyrstu heimsókn sinni til annars lands sem leiðtogi hins sósíalíska eyríkis. Hugo Chavez, forseti Venesúela tók á móti Castro með faðmlagi á flugvelli fyrir utan höfuðborgina Caracas í dag. Búist er við því að þeir ræði margvísleg atriði á fundi í forsetahöllinni.

Raúl, sem er 77 ára gamall, tók við stjórnartaumunum á Kúbu í febrúar, eftir að eldri bróðir hans og einræðisherra til áratuga, Fídel Castro vék til hliðar sökum hrakandi heilsu. Fídel hefur lengi verið bandamaður Hugo Chavez.

Einnig ætla félagarnir Raúl Castro og Chavez að ferðast að gröf sjálfsstæðishetjunnar Símons Bólívar. Bólívar barðist gegn spænsku einveldi í rómönsku ameríku, á nítjándu öld og tók þátt í stofnun ríkisins Gran Colombia, sem hann var forseti fyrir í níu ár. Hann var einnig forseti Perú og Bólivíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert