Castro heimsækir Venesúela

Raúl Castro og Hugo Chavez, þegar sá síðarnefndi kom til …
Raúl Castro og Hugo Chavez, þegar sá síðarnefndi kom til Havana á afmæli Fidels Castro árið 2006. AP

Raúl Castro, for­seti Kúbu, er í Venesúela í fyrstu heim­sókn sinni til ann­ars lands sem leiðtogi hins sósíal­íska eyrík­is. Hugo Chavez, for­seti Venesúela tók á móti Castro með faðmlagi á flug­velli fyr­ir utan höfuðborg­ina Caracas í dag. Bú­ist er við því að þeir ræði marg­vís­leg atriði á fundi í for­seta­höll­inni.

Raúl, sem er 77 ára gam­all, tók við stjórn­artaum­un­um á Kúbu í fe­brú­ar, eft­ir að eldri bróðir hans og ein­ræðis­herra til ára­tuga, Fídel Castro vék til hliðar sök­um hrak­andi heilsu. Fídel hef­ur lengi verið bandamaður Hugo Chavez.

Einnig ætla fé­lag­arn­ir Raúl Castro og Chavez að ferðast að gröf sjálfs­stæðis­hetj­unn­ar Sím­ons Bólív­ar. Bólív­ar barðist gegn spænsku ein­veldi í rómönsku am­er­íku, á nítj­ándu öld og tók þátt í stofn­un rík­is­ins Gran Colomb­ia, sem hann var for­seti fyr­ir í níu ár. Hann var einnig for­seti Perú og Bóli­víu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert