Upplýsingamálaráðherra Zimbabve hefur lýst því yfir að rekja megi kólerufaraldurinn í landinu til sýklahernaðar Breta. Þá segir hann að myndir af veiku fólki sem sagðar eru teknað í Zimbabwe séu annað hvort frá Darfur-héraði í Súdan eða Austur-Kongó. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.
„Kóleran er úthugsuð kynþáttaárás á Zimbabve að hálfu fyrrum nýlenduveldis sem iðrast einskis og hefur safnað liði meðal bandamanna sinna í Ameríku og á Vesturlöndum með það fyrir augum að ráðast inn í landið,” segir ráðherrann Sikhanyiso Ndlovu.
Mugabe staðhæfði á fimmtudag að þegar hefði tekist að binda enda á faraldurinn. Samkvæmt heimildum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO eru margir mánuðir í að hægt verði að ráða niðurögum faraldursins.