Barist um völdin í Sómalíu

Abdullahi Yusuf, forseti Sómalíu
Abdullahi Yusuf, forseti Sómalíu Reuters/ANTONY NJUGUNA

Forseti Sómalíu, Abdullahi Yusuf hefur rekið forsætisráðherra landsins úr embætti, fyrir að takast ekki að auga öryggi borgara í landinu. Forsætisráðherrann, Nur Hassan Hussein, lét í dag hafa eftir sér að hann myndi láta reyna á þetta útspil forsetans.

Stjórnvöld í Sómalíu hafa verið illa starfhæf síðan árið 1991, þegar einræði í landinu var kollvarpað og upp hófust átök milli nokkurra stríðsherra. Þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið í átökum þar síðan snemma árs 2007, þegar herskáir múslimar hófu harðsvíraða sókn til valda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka