Barist um völdin í Sómalíu

Abdullahi Yusuf, forseti Sómalíu
Abdullahi Yusuf, forseti Sómalíu Reuters/ANTONY NJUGUNA

For­seti Sómal­íu, Abdulla­hi Yusuf hef­ur rekið for­sæt­is­ráðherra lands­ins úr embætti, fyr­ir að tak­ast ekki að auga ör­yggi borg­ara í land­inu. For­sæt­is­ráðherr­ann, Nur Hass­an Hus­sein, lét í dag hafa eft­ir sér að hann myndi láta reyna á þetta út­spil for­set­ans.

Stjórn­völd í Sómal­íu hafa verið illa starf­hæf síðan árið 1991, þegar ein­ræði í land­inu var koll­varpað og upp hóf­ust átök milli nokk­urra stríðsherra. Þúsund­ir óbreyttra borg­ara hafa fallið í átök­um þar síðan snemma árs 2007, þegar her­ská­ir múslim­ar hófu harðsvíraða sókn til valda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka