Bush varð fyrir skóárás

Óvænt opinber heimsókn George Bush, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til Íraks hefur fallið í skuggan af undarlegu atviki á blaðamannafundi í dag, þegar tveimur skóm var grýtt að forsetanum. Bush vék sér fimlega undan árásinni og var blaðamaðurinn sem kastaði skónum dreginn burt af öryggisvörðum

Í menningu Araba er varla hægt að smána menn meira en með skósólum, þar sem þeir þykja mjög niðrandi. Um leið og skórinn flaug í átt að forsetanum öskraði blaðamaðurinn sem áður hafði þá á fótum sér að þetta væri „kveðjukoss frá írösku þjóðinni, hundurinn þinn!“

Bush tók skókastinu vel og svaraði á léttu nótunum aðspurður um atvikið að það eina sem hann gæti sagt um málið væri að skórnir hefðu verið af stærð 10. Fréttaritarar kalla atburðinn táknrænan. Írakar kasta gjarnan skóm til að tákna fyrirlitningu sína og notuðu m.a. skó sína til að berja styttuna af Saddam Hussein í Baghdad eftir að honum var steypt af stóli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka