Hugsanlegt met í stýrivaxtalækkun

Ben Bernanke. seðlabankastjóri Bandaríkjanna
Ben Bernanke. seðlabankastjóri Bandaríkjanna Reuters

Hugs­an­legt er að stýri­vext­ir í Banda­ríkj­un­um muni ná sögu­legu lág­marki eft­ir helgi. Efna­hag­ur lands­ins er enn á hraðri niður­leið og von­ast seðlabank­inn til að ná að dempa fallið sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna óþyrmi­lega fyr­ir, með lægri vöxt­um.

Krepp­an nú er sú versta í Banda­ríkj­un­um síðan 1930 og hef­ur Ben Bernan­ke seðlabanka­stjóri þegar lækkað stýri­vext­ina í 1%, en þeir aðeins einu sinni áður verið svo lág­ir síðustu hálfa öld­ina. Á morg­un hefst tveggja daga fundu seðlabanka­stjórn­ar til að leggja mat á stöðuna og ákveða næsta vaxta­skref, sem talið er víst að verði til­kynnt á þriðju­dag.

Marg­ir hag­fræðing­ar spá því að vext­irn­ir verði enn lækkaðir, um hálft pró­sentu­stig eða niður í aðeins 0,5%. Sum­ir telja jafn­vel að seðlabank­inn muni ganga enn lengra og lækka vaxta­stigið um þrjá fjórðuhluta eða meira. Aðrir sér­fræðing­ar segja að jafn­vel þótt lækk­un­in verði mik­il muni það ekki duga til að snúa efna­hagsþró­un­inni við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert