Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain hét því að dag að hann myndi vinna með fyrrum keppinauti sínum um forsetaembættið, Barack Obama, að málefnum sem snertu efnahag og öryggi þjóðarinnar. Hann samþykkti að eflaust verði hann ekki alltaf sammála Obama um mikilvæg málefni, en vandamál þjóðarinnar væru of mikilvæg fyrir sundrung.
„Mun verða ágreiningur? Já að sjálfsögðu. Við erum ólíkir flokkar með ólíkar skoðanir. En þjóðin vill að við tökum höndum saman og vinnum í sameiningu,“ hefur AP fréttaveitan eftir McCain.
McCain kaus í síðustu viku gegn áætlun öldungaþingsins um aðstoð við bílafyrirtæki landsins. Hann segist geta hugsað sér að styðja áætlun Obama um innspýtingu í efnahaginn á næsta ári, en hann vilji þó fá að þekkja það í smáatriðum áður.
Þá sagði McCain að enn væri of snemmt fyrir hann að lýsa yfir stuðningi sínum við mögulega forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins í næsu kosninum 2012, en þ.á.m. er Sarah Palin talin líkleg um hituna. „Líkið mitt er ennþá volgt,“ svarði McCain.