Varðist byssumönnum með pítsu

Flatbökur geta verið skeinuhættar, séu þær sjóðheitar og á fleygiferð.
Flatbökur geta verið skeinuhættar, séu þær sjóðheitar og á fleygiferð. STRINGER/ITALY

Eric Lopez Devictoria, fertugur pítsusendill í Flórída í Bandaríkjunum, áttu fótum sínum fjör að launa þegar þrír ungir menn ógnuðu honum vopnaðir byssum um helgina. Devictoria brást fljótt við, henti sjóðheitri pítsunni í byssumennina, snerist því næst á hæli og hljóp burt.

Hann komst frá atvikinu heilu og höldnu, að því er sagt er í dagblaðinu Florida Sun-Sentinel, þrátt fyrir að einu skoti hafi verið hleypt af á eftir honum þegar hann flúði. Lögreglan handtók síðar þrjá grunaða táninga, sem hafa verið kærðir fyrir vopnað rán.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert