Hæstiréttur BNA dæmir gegn tóbaksframleiðendum

Léttar sígarettur eru engu síður hættulegar heilsunni en aðrar
Léttar sígarettur eru engu síður hættulegar heilsunni en aðrar Morgunblaðið/Golli

Óvæntur dómur féll í hæstarétti Bandaríkjanna í dag og er talið að hann geti opnað fyrir flóðgátt lögsókna gegna tóbaksframleiðendum. Dómurinn úrskurðaði að reykingamenn eigi rétt á því samkvæmt neytendalögum að fara í mál vegna merkinga á „light“ sígarettum sem talið er að geta verið blekkjandi.

Það voru þrír reykingamenn frá Maine-fylki sem létu reyna á lögin. Þeir hafa reykt Marlboro Lights og Cambridge Lighst sígarettur í 15 ár og héldu því fram að þeir ættu rétt á því að kæra fyrirtækin fyrir að blekkja neytendur og sannfæra þá um að „létt“ sígarettur og tjörulitlar sígarettur séu hollari en aðrar.

Fyrirtækið Altria, sem framleiðir Marlboro sígaretturnar, sögðu að ásakanirnar stönguðust á við reglur Viðskiptaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna, því reglur hennar takmarki heimildir einstakra fylkja til að setja eigin reglur um hvernig áhrif tóbaks á heilsu eru kynnt í auglýsingum. Dómurinn í dag sagði hinsvegar að frá sjónarmiði laganna væri meginmálið ekki heilsufarsvandamál reykingamanna, heldur sú skylda sem lög í Maine leggja á fyrirtæki að blekkja ekki neytendur.

Lögmaður reykingamannanna þriggja, Gerard Mantese, fagnaði dómnum í dag og sagði að honum yrði nú fylgt eftir í fylkjadómstólum Maine. „Okkur finnst ánægjulegt að Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykki að tóbaksfyrirtækin eru ekki friðhelg fyrir lögsóknum og geta verið dregin til ábyrgðar, eins og allir aðrir, fyrir blekkingar við neytendur,“ sagði í yfirlýsingu frá lögmanninum.

Dómurinn tryggir ekki að reykingamennirnir muni sigra málsóknina, en hann tryggir þeim hinsvegar réttinn til að halda hefja málaferli fyrir alríkisrétti. Ef þeir vinna málið á hendur tóbaksframleiðendum gætu Altria og önnur fyrirtæki neyðst til að greiða svimandi háar bótaupphæðir til reykingamanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert