Rússneski flotinn til Kúbu

Rússnesk freygáta af gerðinni Neustrashímí .
Rússnesk freygáta af gerðinni Neustrashímí .

Rússneski sjóherinn hyggst heimsækja Kúbu á föstudaginn, í fyrsta skipti síðan Sovétríkin voru og hétu. Flotinn hefur verið við strendur Suður-Ameríku síðan heræfingar hófust með Venesúaela í síðasta mánuði, og munu skipin nú hafa fimm daga viðkomu í Havana.

Almennt er talið að með ferð og heræfingum flotans í Suður-Ameríku, nærri landhelgi Bandaríkjanna, vilji rússnesk yfirvöld sýna Bandaríkjamönnum styrk sinn sem áminningu eftir að Bandaríkjamenn sendu herskip sín til Georgíu með varning til neyðaraðstoðar, eftir stríð þeirra við Rússa í ágúst.

Eftir fall Sovétríkjanna dvínuðu stjórnarsamskipti milli Rússlands og Kúbu, en undanfarið hafa Rússar tekið upp þráðinn að nýju og unnið að því að styrkja tengslin. Skemmst er að minnast þess þegar Rússar komu upp kjarnorkueldflaugum á Kúbu árið 1962 sem hrinti næstum af stað stríði áður þar til samkomulag náðist um að Sovétmenn fjarlægðu flaugarnar, gegn loforði Bandaríkjamanna um að ráðast ekki á Kúbu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert