Rússneski flotinn til Kúbu

Rússnesk freygáta af gerðinni Neustrashímí .
Rússnesk freygáta af gerðinni Neustrashímí .

Rúss­neski sjó­her­inn hyggst heim­sækja Kúbu á föstu­dag­inn, í fyrsta skipti síðan Sov­ét­rík­in voru og hétu. Flot­inn hef­ur verið við strend­ur Suður-Am­er­íku síðan heræf­ing­ar hóf­ust með Venesúa­ela í síðasta mánuði, og munu skip­in nú hafa fimm daga viðkomu í Hav­ana.

Al­mennt er talið að með ferð og heræf­ing­um flot­ans í Suður-Am­er­íku, nærri land­helgi Banda­ríkj­anna, vilji rúss­nesk yf­ir­völd sýna Banda­ríkja­mönn­um styrk sinn sem áminn­ingu eft­ir að Banda­ríkja­menn sendu her­skip sín til Georgíu með varn­ing til neyðaraðstoðar, eft­ir stríð þeirra við Rússa í ág­úst.

Eft­ir fall Sov­ét­ríkj­anna dvínuðu stjórn­ar­sam­skipti milli Rúss­lands og Kúbu, en und­an­farið hafa Rúss­ar tekið upp þráðinn að nýju og unnið að því að styrkja tengsl­in. Skemmst er að minn­ast þess þegar Rúss­ar komu upp kjarn­orku­eld­flaug­um á Kúbu árið 1962 sem hrinti næst­um af stað stríði áður þar til sam­komu­lag náðist um að Sov­ét­menn fjar­lægðu flaug­arn­ar, gegn lof­orði Banda­ríkja­manna um að ráðast ekki á Kúbu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert