Sofandi kona sendi tölvupóst

Úps. Það er betra að vera vakandi við tölvuna.
Úps. Það er betra að vera vakandi við tölvuna. HEINO KALIS

Læknar hafa skýrt frá fyrsta tilfellinu þar sem manneskja notar netið sofandi, en kona nokkur sendi tölvupóst á meðan hún svaf til fólks þar sem hún bauð því í heimsókn.

Það var ekki fyrr en næsta dag, þegar meintur tilvonandi gestur hringdi í konuna til að þiggja boðið, sem hún áttaði sig á því hvað hún hafði gert.

Konan er 44 ára gömul og að því er skýrt er frá fór hún að sofa um klukkan 22 en fór aftur á fætur tveimur tímum seinna. Hún gekk inn í næsta herbergi, kveikti á tölvunni og samdi síðan þrjú tölvuskeyti.

Engin regla var á notkun hástafa og lágstafa og skeytin voru öll einkennilega orðuð. Í einu sagði: „Komdu á morgun og finndu útúr þessu helvíti. Kvöldmatur og drykkir kl. 4. Komdu bara með vín og kavíar“. Í öðru skeyti stóð aðeins „Hvað í ...“

Í frétt læknanna segir  að þetta sé í fyrsta sinn svo vitað sé að einstaklingur sýni svo flókna hegðun sofandi. Þar segir jafnframt: „Konunni brá gríðarlega þegar hún sá tölvuskeytin þar sem hún mundi ekki eftir að hafa skrifað þau.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert