Svartfjallaland sækir um ESB

Milo Djukanovic ásamt Olli Rehn og Nicolas Sarkozy á tröppum …
Milo Djukanovic ásamt Olli Rehn og Nicolas Sarkozy á tröppum Elysee hallarinnar í dag Reuters

Svart­fjalla­land tók í dag fyrsta skrefið í átt að aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, á fundi Milo Djukanovic, for­seta lands­ins, með Nicolas Sar­kozy, Frakk­lands­for­seta í dag. Um 650.000 manns búa í Svart­fjalla­landi, sem lýsti yfir sjálf­stæði sínu árið 2006.

„Við erum meðvituð um að við eig­um nú erfitt tíma­bil í vænd­um, en við erum reiðubú­in að hefja sam­vinnu og tak­ast á við all­ar þær áskor­an­ir sem munu mæta okk­ur á þess­ari leið,“ sagði Djukanovic eft­ir fund­inn í dag. Bú­ist er við því að ákvörðun Svart­fjalla­lands muni vera hvatn­ing fyr­ir önn­ur Balk­an­lönd, svo sem Alban­íu og Serbíu, að sækja einnig um aðild.

Djukanovic fundaði einnig með Olli Rehn, stækk­un­ar­mála­stjóra sam­bands­ins, í dag en hann lýsti því yfir í síðustu viku að Svart­fjalla­land ætti enn langt í land með að mæta kröf­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Svart­fjalla­land not­ast nú þegar við evr­una sem gjald­miðil þrátt fyr­ir að vera ekki form­lega meðlim­ur evru­svæðis­ins.  Það var síðasta ríkið úr fyrr­um ríkja­sam­band­inu Júgó­slav­íu til að lýsa yfir sjálf­stæði sínu árið 2006 og var Ísland raun­ar fyrsta ríkið til að viður­kenna sjálf­stæði þess á sín­um tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert