Flokkur Browns saxar á forskot íhaldsmanna

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Verka­manna­flokk­ur­inn í Bretlandi hef­ur saxað veru­lega á for­skot Íhalds­flokks­ins, sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un breska dag­blaðsins Guar­di­an. Ástæðan er einkum sú að kjós­end­urn­ir treysta Gor­don Brown for­sæt­is­ráðherra bet­ur í efna­hags­mál­um en Dav­id Ca­meron, leiðtoga Íhalds­flokks­ins.

Skoðana­könn­un­in bend­ir til þess að fylgi Íhalds­flokks­ins hafi minnkað um sjö pró­sentu­stig á ein­um mánuði. Mun­ur­inn á fylgi flokk­anna tveggja hef­ur minnkað úr 15 pró­sentu­stig­um í aðeins fimm stig.

Niður­stöður könn­un­ar­inn­ar þykja auka lík­urn­ar á því að boðað verði til þing­kosn­inga í Bretlandi í fe­brú­ar eða í vor.

Fylgi Íhalds­flokks­ins er nú 38%, en var 45% í könn­un Guar­di­an í síðasta mánuði. Fylgi Verka­manna­flokks hef­ur auk­ist úr 30% í 33% og hef­ur ekki verið meira síðan í apríl. Frjáls­lynd­ir demó­krat­ar njóta stuðnings 19% kjós­enda og aðrir flokk­ar 10%, ef marka má könn­un­ina.

Könn­un­in bend­ir til þess að kjós­end­ur hafi einkum efa­semd­ir um að bresk­ir íhalds­menn séu fær­ir um að tak­ast á við efna­hags­vand­ann. Þegar þátt­tak­end­urn­ir í könn­un­inni voru spurðir hver væri lík­leg­ast­ur til að geta rétt efna­hag­inn við nefndu 35% Brown og 24% Ca­meron.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert