Dick Cheney ver stríðið í Írak

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna.
Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna. AP

Dick Cheney, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, mætti í dag í fyrsta sjónvarpsviðtal sitt eftir forsetakosningarnar á ABC og varði þar dyggilega framgöngu George Bush í stríðingu gegn hryðjuverjum, ekki síst þá ákvörðun að hefja stríð við Írak.

Cheney viðurkenndi vissulega væru það vonbrigði að þær upplýsingar sem Bandaríkjastjórn taldi sig hafa um gjöreyðingarvopn í Írak hafi verið rangar. Hinsvegar staðhæfði hann að „heimurinn væri betri staður án Saddams.“

„Ég tel að við höfum tekið hárrétta ákvörðun þrátt fyrir að upphaflega ályktanir [um gjöreyðingarvopn] hafi ekki staðist. Saddam Hussein hafði eftir sem áður getuna til að framleiða gjöreyðingarvopn. Hann hafði tæknina og hann hafði mannaflann. Hann hafði fullan hug á því að hefja aftur vopnaframleiðslu þegar refsiaðgerðum hefði verið aflétt.“

Cheney neitaði fullyrðingum gamalla kollega sinna um að karakter hans hefði gjörbreyst eftir að hann tók við embætti. „Ég hef hinsvegar, [síðan 11. september] einbeitt mér algjörlega að því sem við þurfum að gera til að vernda þjóðina. Og ég tel að sú stefna sem var tekin....hafi verið góðar aðgerðir. Ég held að það hafi verið góðar ákvarðanir. Og ef þeir eiga við það með því að segja að ég hafi breyst, þá er ég sekur.“

Hann bar jafnframt af sér allar sakir um að Bandaríkjastjórn hefði staðið fyrir pyntingum á grunuðum hryðjuverkamönum og sagði að hver sá sem héldi slíku fram vissi ekkert um hvað hann væri að tala. Á sama tíma varði hann hinsvegar hina umdeildu vatnsaðferð sem nú hefur verið bönnuð, yfirheyrsluaðferð sem líkir eftir drukknun og flestir vilja kalla pyntingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert