Sómalskir sjóræningjar náðu í gær þremur skipum á Aden-flóa á sitt vald, samkvæmt upplýisingum Andrew Mwangura, fulltrúa Kenýa í stuðningssamtökum farmanna í Austur-Afríku. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Í morgun náðu sjóræningjar síðan kínversku fiskiskipi á sitt vald úti fyrir strönd Jemen. Um þrjátíu eru taldir vera í áhöfnum skipanna fjögurra.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma í gærkvöld æalyktun sem heimilar aðgerðir gegn sjóræningjum á landi í Sómalíu.
Öryggisráðið hefur áður heimilað herskipum að fara inn í landhelgi Sómalíu en þetta er í fyrsta skipti sem ráðið heimilar aðgerðir á landi í baráttunni við sjóræningjana.