Lamaður drengur gengur á ný

Stundum gerast kraftaverkin um jólin.
Stundum gerast kraftaverkin um jólin. YIORGOS KARAHALIS

Sjö ára gamall drengur hefur hlotið undraverðan bata. Hann var lamaður eftir að blaðra eyðilagði allt nema pínulítinn þráð af mænu hans. Læknar eru agndofa yfir batanum.

Marko Dutschak frá Murau í  Austurríki var lamaður frá brjósti eftir aðgerð sem var framkvæmd á honum til að fjarlægja blöðru sem þrengdi að mænunni. Haft er eftir taugaskurðlækninum  Hans Georg Eder að mæna drengsins hafi verið eins og bómullarþráður. „Það var hreint út sagt ekkert eftir,“ sagði læknirinn.

Austurrískir fjölmiðlar segja að batinn sé eins og jólakraftaverk.  Eder hefur sagt að í læknisfræðinni sé ekkert sem heiti kraftaverk en læknisfræðilega hafi ekki verið búist við bata hjá drengnum og þetta sé stórkostlegt.  „Þrátt fyrir allt hefur hann nú lært að ganga á ný. Það sýnir hversu miklu meiri möguleika  en fullorðnir yngra fólk hefur til að ná bata.  

Móðir Marko, Sandra, lýsti því fyrir fjölmiðlum hvernig það var að sjá hann á gangi morgun einn þegar hún heimsótti hann. „Þetta er jólagjöf allra tíma. Við héldum að hann myndi eyða því sem hann ætti ólifað í hjólastól,“ sagði móðirin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert