Líflátsdómur fullnustaður með hálshöggningu

Pílagrímar biðjast fyrir í Mekka.
Pílagrímar biðjast fyrir í Mekka. ALI JAREKJI

Sádi-arabi hefur verið hálshöggvinn eftir að hafa verið dæmdur til dauða fyrir að myrða samlanda sinn eftir rifrildi þeirra í millum.

Í yfirlýsingu ráðuneytis innanríkismála í Sádi-Arabíu segir að Mohammed al-Saadi hafi verið líflátinn í morgun. Hann var dæmdur fyrir að myrða samlanda sinn  Ali al-Qahtani eftir rifrildi. Sádi-Arabar túlka íslam þröngt. Þannig má lífláta þá sem fundnir eru sekir um morð, eiturlyfjasmygl, nauðgun og vopnað rán. Aftakan er yfirleitt framkvæmd með sverði.

Fram kemur á vef AP að með aftökunni  í dag sé tala þeirra sem eru líflátnir komin upp í 88 í Sádi-Arabíu.  Á síðasta ári voru 137 hálshöggnir, fjölgaði úr 38 árið 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert