Obama valinn maður ársins

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Bandaríska tímaritið Time hefur valið Barack Obama, verðandi forseta Bandaríkjanna, sem mann ársins. Fram kemur að Obama hafi verið valinn vegna þess að hann hafi verið með „sjálfstraust til að rissa upp metnaðarfulla framtíðarsýn á erfiðum tímum.“

Time segir að Obama hafi sýnt fram á þá hæfni sem hafi vakið þá von í brjóstir Bandaríkjamanna að honum takist ætlunarverk sitt.

Meðal þeirra sem hafa verið útnefndir menn ársins sl. ár eru Valdimír Pútín Rússlandsforseti, bandaríski hermaðurinn og netverjar.

Að sögn Time átti það ekki að koma lesendum tímaritsins á óvart að sjá Obama á forsíðunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka