George W. Bush
Bandaríkjaforseti mun ekki leyfa það að að bandaríski bílaiðnaðurinn riði til falls. Frá þessu greinir talsmaður Hvíta hússins, Dana Perino.
Perino segir að Bush muni brátt komast að niðurstöðu um það hvernig best sé að veita bílaframleiðendunum fjárhagslega aðstoð.
Hún segir hrun bílarisanna þriggja ekki koma til greina. Niðurstöðu er hins vegar ekki að vænta í dag að sögn Perino.
Bandaríska öldungadeildin hafnaði 14 milljarða björgunarpakka í síðustu viku með þeim afleiðingum menn fóru að óttast aukið atvinnuleysi og það að iðnaðurinn færi á hliðina.