Talsvert uppnám er í grænlenskum stjórnmálum eftir að þrír þingmenn á heimaþingi Grænlands urðu uppvísir að því að greiða atkvæði fyrir fjarstadda þingmenn.
Þetta eru þingmennirnir Esmer Bergstrøm, Emilie Olsen og Palle Christiansen. Verið er að rannsaka hvort þeir kunni að hafa gerst brotlegir við landslög.
Eftir að upp komst um svindlið samþykkti þingið breytingar á þingsköpum þar sem gert er ráð fyrir að þingforseti geti vikið þingmönnum úr þingsal í allt að hálfan mánuð og svipt þá launum verði þeir uppvísir að því að brjóta þingreglur vísvitandi.