Áfram átök í Aþenu

Frá miðborg Aþenu í gær.
Frá miðborg Aþenu í gær. AP

Þúsundir ungmenna taka  nú þátt í mótmælaaðgerðum í Aþenu, höfuðborg Grikklands.  Hafa  ungmennin m.a. ráðist á frönsku menningarstofnunina í borginni en vaxandi spenna hefur verið í miðbæ borgarinnar frá því til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í gær. Þetta kemur fram á fréttavef CNN. Efnt var til  mótmælanna eftir að fréttir bárust af því að sautján ára unglingur hefði verið skotinn til bana fyrir utan skóla sinn í Peristeri úthverfi Aþenu fyrr í vikunni. Lögregluyfirvöld segja enga lögreglumenn hafa verið á svæðinu er pilturinn var skotinn en mikil reiði er enn í landinu vegna láts fimmtán ára pilts þann 6. desember. Varð hann fyrir skoti lögreglu sem sérfræðingar segja hafa endurkastast.

Um 800 menntaskólar og 200 háskólar í landinu eru lokaðir vegna mikillar ólgu meðal námsmanna, sem í mörgum tilfellum hafa náð skólasvæðunum á sitt vald. Hefur lögregla haft afskipti af 280 einstaklingum vegna mótmælaaðgerða. Þar af hafa 176 verið handteknir, 130 þeirra fyrir skemmdarverk og gripdeildir. 

Friðsamlegar mótmælasamkomur hafa einnig verið haldnar í Grikklandi að undanförnu til að mótmæla stefnu grísku stjórnarinnar í efnahags, atvinnu og menntamálu m en gert er ráð fyrir töluverðum samdrætti í fjárlögum næsta árs.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert