Ber merki um barsmíðar

Íraski fréttamaður­inn sem kastaði skóm sín­um í for­seta Banda­ríkj­anna, Geor­ge W. Bush, um síðustu helgi ber merki um að hafa sætt of­beldi. Dóm­ari í máli frétta­manns­ins, Munta­dh­ar al-Zeidi, seg­ir að hann hafi verið bar­inn eft­ir að hafa kastað skón­um og hann sé með áverka á and­liti eft­ir bar­smíðarn­ar.

Dóm­ar­inn, Dhia al-Kin­ani, er í for­svari rann­sókn­ar­inn­ar á at­vik­inu, seg­ir að lögð hafi verið fram kvört­un að hálfu al-Zeidi og að málið verið rann­sakað.

Al-Zeidi er enn í haldi og á hann yfir höfði sér ákæru fyr­ir að móðga er­lend­an leiðtoga. Al-Kin­ani seg­ir að al-Zeidi hafi skrifað for­set­is­ráðherra Íraks,  Nouri al-Maliki, af­sök­un­ar­bréf vegna at­viks­ins en sam­kvæmt stjórn­ar­skrá Íraks get­ur for­seti lands­ins veitt sak­ar­upp­gjöf að feng­inni beiðni frá for­sæt­is­ráðherr­anu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert