ESB eykur þorskkvótann

Auka á þorskkvótann í Norðursjó um 30%.
Auka á þorskkvótann í Norðursjó um 30%. Reuters

Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins hafa samþykkt að auka þorskkvótann í Norðursjó um 30% fyrir næsta fiskveiðiár. Þá hefur verið ákveðið að draga úr veiðum á ýmsum öðrum tegundum.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að þetta sé málamiðlun sem ætlað er að sætta umhverfisverndarsamtök, sem segja að sumar fisktegundir séu að hruni komnar, og sjómanna, sem óttast að missa vinnuna.

Þá hafa ráðherrarnir samþykkt að breyta því hvernig sjómenn stundi veiðar í Atlantshafi á næsta ári. Vonir standa til að breytingarnar verði til þess að koma í veg fyrir brottkast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert