Kennarar séu fordæmi

Nemendur í Vestur-Yorkshire horfa út um afturgluggann á skólarútu.
Nemendur í Vestur-Yorkshire horfa út um afturgluggann á skólarútu. Reuters

Svo gæti farið að bresk­ur kenn­ari sem dett­ur í það á laug­ar­dags­kvöldi verði bannað að stunda kennslu ef til­lög­ur sem kennsluráð Bret­lands hef­ur til skoðunar verða að veru­leika. Ráðið hyggst setja nýj­ar siðaregl­ur og mark­miðið á að vera að kenn­ar­ar séu í rík­ari mæli en áður fyr­ir­mynd­ir nem­enda utan vinnu­tím­ans.

 Fram­kvæmda­stjóri ráðsins, Keith Bartley, seg­ir að flest­ir kenn­ar­ar gæti mjög fram­komu sinn­ar utan skóla­tím­ans og það sé afar mik­il­vægt til að starfið njóti virðing­ar. Ekki hef­ur verið ákveðið hvaða for­send­ur skuli not­ast við þegar kenn­ara verður refsað fyr­ir slæma fram­komu utan vinnu­tím­ans.

 Einn af tals­mönn­um ráðsins seg­ir að hvert til­felli verði skoðað og niðurstaðan gæti farið eft­ir því hvernig um­rædd­ur kenn­ari líti sjálf­ur á brot sitt. Í reglu­gerðinni seg­ir m.a. að kenn­ari geti verið rek­inn fyr­ir að vernda ekki nógu vel barn sem hann kenni, fyr­ir lé­legt eft­ir­lit á skóla­ferðalagi, fyr­ir óviðeig­andi kyn­lífstal eða óviðeig­andi sam­skipti við nem­anda, einnig í smá­skila­boðum eða bréf­um til nem­enda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert