Leggur til að ríkisstjórn Belgíu segi af sér

Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu.
Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu. Reuters

Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu, hefur lagt til að ríkisstjórn landsins segi af sér vegna þeirrar deilu sem hefur sprottið upp vegna Fortis bankans, sem lenti í vanda sem meðal annars var rakinn til hinna svokölluðu undirmálslána í Bandaríkjunum.

Ríkisstjórnin kom saman á neyðarfundi í dag og hefur lýst yfir stuðningi við ákvörðun Leterme.

Forsætisráðherrann þarf nú að kynna Albert II Belgíukonungi tillöguna. Fréttaskýrendur halda því hins vegar fram að konungurinn muni ekki samþykkja hana.

Fyrr í dag sagði Jo Vandeurzen, dómsmálaráðherra landsins, af sér eftir að hæstiréttur landsins komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin hefði beitt þrýstingi innan dómskerfisins í tengslum við málefni Fortis bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert