Mugabe: „Ég á Simbabve“

00:00
00:00

„Ég á Simba­bve,“ seg­ir Robert Muga­be, for­seti lands­ins, sem hef­ur hafnað áköll­um annarra Afr­íku­leiðtoga um að víkja úr embætti.

„Ég mun aldrei, aldrei, aldrei gef­ast upp,“ sagði hann við flokks­fé­laga sína á ár­legri flokks­ráðstefnu.

Muga­be hef­ur einnig sagt að hann hafi sent Morg­an Tsvangirai, leiðtoga helsta stjórn­ar­and­stöðuflokks­ins, bréf þar sem hon­um hafi verið boðið að taka við for­sæt­is­ráðherra­embætt­inu. Frétta­vef­ur breska rík­is­út­varps­ins grein­ir frá þessu.

Tsvangirai hef­ur hins veg­ar látið þau orð falla að hann muni ekki halda áfram að taka þátt í viðræðum um skipt­ingu valds á meðan verið sé að nema stuðnings­menn hans á brott. 

Hann seg­ir að rúm­lega 40 stuðnings­manna Lýðræðis­flokks­ins sé saknað. Hann sak­ar Zanu-Pf, sem er flokk­ur Muga­be, um að standa á bak við manns­hvörf­in.

Robert Mugabe, forseti Simbabve.
Robert Muga­be, for­seti Simba­bve. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert