Nálgast met í gjaldþrotum

1.100 misstu vinnuna þegar Sterling varð gjaldþrota.
1.100 misstu vinnuna þegar Sterling varð gjaldþrota. Martin Sylvest

Ef ekki verður kraftaverk í desember mun árið 2008 verða gjaldþrotametár í Danmörku. Tala gjaldþrota verður sú hæsta í áratugi og spilar Sterling flugfélagið þar stórt hlutverk, 1.100 manns misstu vinnuna þegar það rúllaði.

Fram í desember á þessu ári hafa 3.165 gjaldþrot orðið í Danmörku. Frá þessu er sagt í Politiken.dk. Til að slá met frá árinu 1993 vantar „aðeins 365“ gjaldþrot.  524 gjaldþrot voru tilkynnt í nóvember svo búast má við að þetta óvelkomna met náist auðveldlega.
Hjá Samtökum danskra atvinnurekenda, þar sem innanbúðar eru minni fyrirtæki, hefur komið fram að fyrirtæki „hrynji niður eins og flugur“. Nýstofnuð fyrirtæki eru fyrst til að falla, þar sem þau hafa hvorki langtímaviðskiptaáætlun til að styðjast við né tryggan viðskiptamannahóp.

Reiknað er með að gjaldþrotin verði í ár fleiri en 17.000 og allt upp í  20.000 á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka