Strandaði við Þinganes

Myndin er frá Þórshöfn
Myndin er frá Þórshöfn Rax / Ragnar Axelsson

Fragtskipið Blik­ur, sem er á veg­um Eim­skip, strandaði í dag þegar það var á leið inn í höfn­ina í Þórs­höfn með jóla­vör­ur til Fær­ey­inga. Minnstu munaði að skipið ræk­ist á sögu­staðinn gamla, Þinga­nes.

Stjórn Fær­eyja not­ar göm­ul og friðuð hús­in á nes­inu und­ir stjórn­ar­skrif­stof­ur, meðal ann­ars hef­ur lögmaður­inn (for­sæt­is­ráðherr­ann) skrif­stof­ur sín­ar þar. Talið er að of mik­il ferð hafi verið á skip­inu. Fær­eyska eft­ir­lits­skipið Brim­il losaði skipið af strandstað og við fyrstu sýn virðist sem ekki hafi orðið mikið tjón á því.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert