Strandaði við Þinganes

Myndin er frá Þórshöfn
Myndin er frá Þórshöfn Rax / Ragnar Axelsson

Fragtskipið Blikur, sem er á vegum Eimskip, strandaði í dag þegar það var á leið inn í höfnina í Þórshöfn með jólavörur til Færeyinga. Minnstu munaði að skipið rækist á sögustaðinn gamla, Þinganes.

Stjórn Færeyja notar gömul og friðuð húsin á nesinu undir stjórnarskrifstofur, meðal annars hefur lögmaðurinn (forsætisráðherrann) skrifstofur sínar þar. Talið er að of mikil ferð hafi verið á skipinu. Færeyska eftirlitsskipið Brimil losaði skipið af strandstað og við fyrstu sýn virðist sem ekki hafi orðið mikið tjón á því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka