Yfirmaður bandaríska herráðsins, Mike Mullen, segir að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Afganistan á næsta ári. Verða 20-30 þúsund bandarískir hermenn sendir þangað til viðbótar við þá 31 þúsund sem fyrir eru í landinu. Þetta kom fram í máli Mullen á blaðamannafundi í Kabúl í Afganistan í dag.
Á vef BBC kemur fram að hermennirnir verði sendir þangað á fyrri hluta ársins sem er mun fyrr en áður var áætlað.