Þýska lögreglan handtók í dag tíu mótmælendur í Hamborg en fjórir lögregluþjónar meiddust í átökum við mótmælendurna sem styðja mótmælin að undanförnu í Grikklandi. Var fólkið að mótmæla lögregluofbeldi við sendiskrifstofu Grikklands í borginni.
Tóku um eitt þúsund manns í mótmælunum en um 1.300 lögregluþjónar fylgdust með mótmælunum. Að sögn lögreglu voru einhverjir mótmælendanna með grímur fyrir andlitunum og köstuðu þeir flöskum og logandi hlutum að lögreglu. Flytja þurfti tvo lögregluþjóna á sjúkrahús þar sem gert var að sárum þeirra. Ekkert er minnst á það í fréttaskeyti AFP hvort einhverjir mótmælendanna hafi meiðst.