Bandaríkjastjórn segir að það sé ómögulegt að samkomulag um skiptingu valds í Simbabve náist verði Robert Mugabe áfram forseti landsins.
Hátt settur bandarískur embættismaður segir að Bandaríkin muni ekki hverfa frá því að beita Simbabve refsiaðgerðum á meðan Mugabe sé enn við völd. Þau segja að forsetinn sé ekki í lengur í tengslum við veruleikann.
Að sögn mannréttindasamtaka er ástandið í Simbabve mjög alvarlegt. Efnahagurinn sé hruninn auk þess sem kólerufaraldur geisi í landinu.
Viðræður um skiptingu valds með stjórnarandstöðunni hafa legið niðri frá því gengið var til kosninga í landinu í mars sl., en niðurstöður kosninganna hafa þótt mjög umdeildar.
Stjórnarandstöðuflokkurinn MDC sakar Mugabe um að gengið á bak orða sinna.