Páfi vottar Galileó virðingu sína

Benedikt páfi.
Benedikt páfi. Reuters

Bene­dikt páfi hef­ur vottað stjörnu­fræðingn­um Gali­leó Gali­lei, sem var uppi á 17. öld, virðingu sína. Kenn­ing­ar Gali­leós áttu lengi vel ekki upp á pall­borðið hjá kaþólsku kirkj­unni, sem for­dæmdi hann.

Páfi lét um­mæl­in falla við at­höfn sem var hald­in til að minn­ast þess að 400 ár voru liðin frá fyrstu at­hug­un­um Gali­leós með stjörnukíki.

Hann seg­ir að með því að skilja nátt­úru­lög­mál­in þá gæti það leitt til þess að fólk kynni bet­ur að meta verk guðs.

Árið 1992 sagði Jó­hann­es Páll páfi að það hefðu verið sorg­leg mis­tök af hálfu kirkj­unn­ar að for­dæma Gali­leó, að því er fram kem­ur á frétta­vef BBC.

Gali­leó beitti vís­inda­leg­um aðferðum til að sýna fram á að það að jörðin snýst í kring­um sól­ina, en ekki öf­ugt.

Skoðanir hans voru and­stæðar skoðunum kirkj­unn­ar á 17. öld. Kirkj­an hélt því fram að jörðin væri ekki á hreyf­ingu og miðja al­heims­ins.

Gali­leó var sakaður um villu­trú árið 1633 og var neydd­ur til að draga kenn­ing­ar sín­ar til baka op­in­ber­lega og þá var hann úr­sk­urðaður í stofufang­elsi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert