Páfi vottar Galileó virðingu sína

Benedikt páfi.
Benedikt páfi. Reuters

Benedikt páfi hefur vottað stjörnufræðingnum Galileó Galilei, sem var uppi á 17. öld, virðingu sína. Kenningar Galileós áttu lengi vel ekki upp á pallborðið hjá kaþólsku kirkjunni, sem fordæmdi hann.

Páfi lét ummælin falla við athöfn sem var haldin til að minnast þess að 400 ár voru liðin frá fyrstu athugunum Galileós með stjörnukíki.

Hann segir að með því að skilja náttúrulögmálin þá gæti það leitt til þess að fólk kynni betur að meta verk guðs.

Árið 1992 sagði Jóhannes Páll páfi að það hefðu verið sorgleg mistök af hálfu kirkjunnar að fordæma Galileó, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Galileó beitti vísindalegum aðferðum til að sýna fram á að það að jörðin snýst í kringum sólina, en ekki öfugt.

Skoðanir hans voru andstæðar skoðunum kirkjunnar á 17. öld. Kirkjan hélt því fram að jörðin væri ekki á hreyfingu og miðja alheimsins.

Galileó var sakaður um villutrú árið 1633 og var neyddur til að draga kenningar sínar til baka opinberlega og þá var hann úrskurðaður í stofufangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert