Vill að Jústsénkó hætti

Júlía Týmosénko á blaðamannafundi í Kíev.
Júlía Týmosénko á blaðamannafundi í Kíev. Reuters

Júlía Týmósén­kó, for­sæt­is­ráðherra Úkraínu, krafðist þess í dag að for­seti lands­ins, Víktor Júst­sén­kó, segði af sér embætti. Hún hvatti til þess að kannað yrði hvort nán­ir sam­starfs­menn hans hefðu hagn­ast á því að veðja gegn gjald­miðlin­um, hrý­vn­ía.

 Ráðherr­ann sagði að maður að nafni Dmýtró Fír­t­ash, millj­arðamær­ing­ur sem á sam­starf við rúss­neska risa­fyr­ir­tækið Gazprom um gas­flutn­inga til Úkraínu og fleiri Evr­ópu­ríkja, hefði tekið þátt í brask­inu með for­set­an­um.

 Fjár­málakrepp­an hef­ur leikið Úkraínu grátt og hef­ur ríkið fengið lán frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum.  Týmósén­kó seg­ir að veru­leg­ur hluti rík­is­láns til aðþrengds banka, Nadra, hafi verið notað í spá­kaup­mennsku með gjald­eyri. Áður­nefnd­ur Fír­t­ash hef­ur að sögn Fin­ancial Times áhuga á að kaupa bank­ann.

 Týmósén­kó og Júst­sén­kó hafa lengi eldað grátt silf­ur og sakaði for­set­inn hana í gær um að grafa und­an efna­hag lands­ins. Fír­t­ash hef­ur nú hótað mál­sókn gegn Týmósén­kó vegna um­ræddra ásak­ana.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert