Livni og og Netanyahu hunsa beiðni Olmerts

Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likudflokksins skoðar skemmdir sem urðu í flugskeytaárásunum …
Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likudflokksins skoðar skemmdir sem urðu í flugskeytaárásunum á Sderot í gær. AP

Tzipi Livni, formaður Kadima flokksins í Ísrael og Binyamin Netanyahu, formaður Likud flokksins, hétu því í gær að koma palestínsku Hamas samtökunum frá völdum á Gasasvæðinu en þau berjast nú um að verða næsti forsætisráðherra Ísaraels. Ehud Olmert, fráfarandi forseti landsins, varaði fyrr í gær við stórkarlalegum yfirlýsingum. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Flugskeyti sem herskáir Palestínumenn skutu yfir landamærin frá Gasasvæðinu höfnuðu á íbúðarhúsi í bænum Sderot í suðurhluta Ísraels í gær. Þá skutu herskáir Palestínumenn 30 flugskeytum yfir landamærin á laugardag en Hamas sleit sex mánaða vopnahléi sínu við Ísraela á föstudag. 

Fram kom á öryggismálafundi ísraelsku stjórnarinnar í gær að liðsmönnum Hamas samtakanna hefði tekist að gera flugskeyti sín langdrægari á meðan vopnahléið var í gildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert