Guðsþjónusta í Betlehem á netinu

Mahmud Abbas, forseti Palestínumanna, og Salam Fayyad, forsætisráðherra, við messu …
Mahmud Abbas, forseti Palestínumanna, og Salam Fayyad, forsætisráðherra, við messu í fæðingarkirkjunni í Betlehem. AP

Miðnæturguðsþjónusta í fæðingarkirkjunni í Betlehem verður send beint út á netinu á jólanótt en það er í fyrsta sinn sem guðsþjónusta þar er send beint út á netinu. Hægt verður að fylgjast með guðsþjónustunni og öðrum atburðum í kirkjunni og á Manger-torginu fyrir framan hana á slóðinni www.ipraytv.com

Myndefni frá kirkjunni og torginu verður sent út á miðvikudag og fimmtudag og síðan endurútsent eftir jól.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka