Hópnauðgun álitin hatursglæpur

Merki samkynhneigðra, regnbogafáninn
Merki samkynhneigðra, regnbogafáninn Reuters

Bandarískri konu var nauðgað af fjórum karlmönnum nýverið í Richmond á San Francisco svæðinu. Er talið að um hatursglæp sé að ræða en konan er samkynhneigð. Segir lögreglan atburðinn skelfilegan og eftirköstin, bæði andlega og tilfinningalega, hræðileg fyrir konuna.

Ráðist var á konuna er hún steig út úr bifreið sinni. Nauðgaði einn mannanna henni með aðstoð félaga sinna. Þegar sást til mannaferða drógu þeir konuna inn í bílinn og óku með hana að yfirgefinni byggingu. Þar nauðguðu þeir henni ítrekað og stálu síðan veski hennar og óku á brott í bifreið hennar. Fannst bifreiðin yfirgefin tveimur dögum síðar.

Konan er í sambúð með annarri konu og er með merki samkynhneigðra, regnbogafánann, á bifreið sinni.

Samtök samkynhneigðra í Bandaríkjunum segia að hatursglæpum gagnvart fólki vegna kynhneigðar hafi fjölgað í Bandaríkjunum. Árið 2006 voru slíkir glæpir 1.415 talsinseð 1.460 árið 2007, samkvæmt upplýsingum frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert