Jörð skalf á N-Ítalíu

Jarðskjálfti, sem mældist vera 5,2 á Richter, reið yfir norðurhluta Ítalíu nú síðdegis. Engar fréttir hafa borist af tjóni eða slysum.

Ítalska fréttastofan ANSA segir að skjálftamiðjan hafi verið á milli Parma og Reggio Emilia, sem er norður af Bologna.

Íbúar í stórborgunum Mílanó og Flórens fundu vel fyrir skjálftanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert