Fáir Danir hyggjast sækja messu um jólahátíðina. Fram kemur á vef Berlingske Tidende að aldrei hafi jafn fáir sýnt kirkjunni áhuga yfir jólin.
Ef kirkjuathafnir á borð við skírnir, fermingar, brúðkaup eða jarðarfarir eru teknar til hliðar þá kemur í ljós að almenn kirkjusókn hefur dregist saman um 20 prósentustig sl. áratug. Þetta sýnir ný Gallup-könnun sem var gerð fyrir Berlingske Official Journal.
Sóknin var 48% árið 1998 en er nú 28% 2008. Þannig að um sjö af hverju 10 Dönum fara ekki í kirkju nema þeim sé sérstaklega boðið, samanber fermingar, brúðkaup o.s.frv.
Aðeins um þriðjungur Dana hyggst fara í kirkju á jóladag. Fram kemur að flestir Danir séu á þeirri skoðun að boðskapur kirkjunnar skipti ekki máli.
„Ekki gott,“ segir Karsten Nissen, biskupinn í Viborg.