Pílagrímar heimsækja Betlehem

Börn kveikja á kertum í Fæðingarkirkju frelsarans í Betlehem í …
Börn kveikja á kertum í Fæðingarkirkju frelsarans í Betlehem í dag. Reuters

Þúsundir kristinna pílagríma eru staddir í Betlehem til að fagna jólunum. Þeir njóta verndar öryggisveita sem eru hliðhollar Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna.

Um 500 öryggissveitarmenn voru fluttir frá Ramallah og Jeríkó á Vesturbakkanum til borgarinnar til að tryggja öryggi gestanna.

„Við eigum von á um 40.000 gestum til Betlehem í þessari viku,“ sagði Khouloud Daibes-Abu Dayyeh, sem er ráðherra ferðamála í palestínsku heimastjórninni, í samtali við Reuters-fréttastofuna.

Þá er um að ræða kristna pílagríma frá Vesturbakkanum, Gaza, Ísrael og öðrum heimshornum. 

Um 900 íbúar á Gaza báðu ísraelsk stjórnvöld um leyfi til að ferðast til Betlehem, þar sem talið er að Jesús Kristur hafi fæðst. Aðeins 300 þeirra fengu að fara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert