Þúsundir kristinna pílagríma eru staddir í Betlehem til að fagna jólunum. Þeir njóta verndar öryggisveita sem eru hliðhollar Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna.
Um 500 öryggissveitarmenn voru fluttir frá Ramallah og Jeríkó á Vesturbakkanum til borgarinnar til að tryggja öryggi gestanna.
„Við eigum von á um 40.000 gestum til Betlehem í þessari viku,“ sagði Khouloud Daibes-Abu Dayyeh, sem er ráðherra ferðamála í palestínsku heimastjórninni, í samtali við Reuters-fréttastofuna.
Þá er um að ræða kristna pílagríma frá Vesturbakkanum, Gaza, Ísrael og öðrum heimshornum.
Um 900 íbúar á Gaza báðu ísraelsk stjórnvöld um leyfi til að ferðast til Betlehem, þar sem talið er að Jesús Kristur hafi fæðst. Aðeins 300 þeirra fengu að fara.